Tjáði sig dólgslega um hina 17 ára Chloe Kim og missti útvarpsþáttinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:30 Chloe Kim með gullið sitt. Vísir/Getty „Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018 Ólympíuleikar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Sjá meira
„Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018
Ólympíuleikar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Sjá meira