Hið opinbera keppi ekki við leigufélög Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir þá nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér góða viðbót við markaðinn. Vísir/GVA Stjórnvöld ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf – í krafti peninga skattgreiðenda - við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeir mun halda erindi á fundi Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, í dag. Heimavellir er eitt nokkurra félaga sem hafa haslað sér völl á leigumarkaði síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll um mánaðamót mars og apríl. Annað leigufélag, Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóða í rekstri GAMMA, undirbýr einnig skráningu á markað. Ásgeir bendir á að á árum áður hafi enginn alvöru leigumarkaður verið til hér á landi. „Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem leigðu út íbúðir sjálfir og var markaðurinn mjög erfiður í alla staði fyrir leigjendur. Það verður ekki annað séð en þessi leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaðinum með því að bjóða upp á langtímaleigu sem ekki var endilega áður í boði,“ nefnir hann. Það hafi í raun verið það sem gerðist eftir árið 2000 á markaði með atvinnuhúsnæði þegar fasteignafélög komu fram á sjónarsviðið. „Nú er til staðar ákaflega skilvirkur markaður með atvinnuhúsnæði sem hefur styrkt rekstrarforsendur margra fyrirtækja sem þurfa ekki að binda fjármagn í húsnæði en geta samt fengið sérstökum óskum um aðstöðu og umbúnað fullnægt hjá þessum leigufélögum með langtímaleigusamningum. Nú er svipuð þróun að eiga sér stað hvað varðar útleigu á íbúðarhúsnæði. Þess vegna er sú nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér mjög góð viðbót við markaðinn. Til þess að ná fram arði í útleigu á íbúðarhúsnæði þarf, líkt og með útleigu á atvinnuhúsnæði, annars vegar stærðarhagkvæmni og hins vegar góða þjónustu svo leigjendur leiti ekki annað,“ segir Ásgeir.Varhugavert fyrir hið opinbera Hann nefnir að nú þegar séu til ýmis stór og sérhæfð leigufélög, líkt og Félagsstofnun stúdenta, sem séu ekki beinlínis rekin í hagnaðarskyni. Þá séu sveitarfélögin einnig með félagsleg leigukerfi. „Við hljótum að vilja að markaðurinn sé sem fjölbreyttastur. Það er hins vegar mjög varhugavert fyrir opinbera aðila að ætla að standa í slíkum rekstri. Því fylgir mikil fjárbinding og auk þess getur opinber rekstur almennt séð aldrei keppt við einkaaðila eða félagasamtök nema með mikilli meðgjöf. Ég held að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið til annarra verkefna. Það eru hins vegar ótal aðrar leiðir til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks, svo sem með því að auka lóðaframboð og huga að lækkun byggingarkostnaðar og almennt stuðla að frekari lækkun vaxta og lágri verðbólgu. Þá hefur verið allt of mikil áhersla á að byggja stórt og flott húsnæði. Við hljótum nú að huga að því að byggja ódýrt húsnæði sem hentar ungu fólki.“ Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið „ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks. Hins vegar hefur hærra fasteignaverð og auknar veðkröfur hjá lánveitendum leitt til þess að mun meira eigið fé þarf til þess að kaupa húsnæði en var hér á árum áður – og það hefur lokað fasteignamarkaðinum fyrir mörgum hópum, líkt og ungu fólki,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stjórnvöld ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf – í krafti peninga skattgreiðenda - við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeir mun halda erindi á fundi Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, í dag. Heimavellir er eitt nokkurra félaga sem hafa haslað sér völl á leigumarkaði síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll um mánaðamót mars og apríl. Annað leigufélag, Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóða í rekstri GAMMA, undirbýr einnig skráningu á markað. Ásgeir bendir á að á árum áður hafi enginn alvöru leigumarkaður verið til hér á landi. „Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem leigðu út íbúðir sjálfir og var markaðurinn mjög erfiður í alla staði fyrir leigjendur. Það verður ekki annað séð en þessi leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaðinum með því að bjóða upp á langtímaleigu sem ekki var endilega áður í boði,“ nefnir hann. Það hafi í raun verið það sem gerðist eftir árið 2000 á markaði með atvinnuhúsnæði þegar fasteignafélög komu fram á sjónarsviðið. „Nú er til staðar ákaflega skilvirkur markaður með atvinnuhúsnæði sem hefur styrkt rekstrarforsendur margra fyrirtækja sem þurfa ekki að binda fjármagn í húsnæði en geta samt fengið sérstökum óskum um aðstöðu og umbúnað fullnægt hjá þessum leigufélögum með langtímaleigusamningum. Nú er svipuð þróun að eiga sér stað hvað varðar útleigu á íbúðarhúsnæði. Þess vegna er sú nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér mjög góð viðbót við markaðinn. Til þess að ná fram arði í útleigu á íbúðarhúsnæði þarf, líkt og með útleigu á atvinnuhúsnæði, annars vegar stærðarhagkvæmni og hins vegar góða þjónustu svo leigjendur leiti ekki annað,“ segir Ásgeir.Varhugavert fyrir hið opinbera Hann nefnir að nú þegar séu til ýmis stór og sérhæfð leigufélög, líkt og Félagsstofnun stúdenta, sem séu ekki beinlínis rekin í hagnaðarskyni. Þá séu sveitarfélögin einnig með félagsleg leigukerfi. „Við hljótum að vilja að markaðurinn sé sem fjölbreyttastur. Það er hins vegar mjög varhugavert fyrir opinbera aðila að ætla að standa í slíkum rekstri. Því fylgir mikil fjárbinding og auk þess getur opinber rekstur almennt séð aldrei keppt við einkaaðila eða félagasamtök nema með mikilli meðgjöf. Ég held að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið til annarra verkefna. Það eru hins vegar ótal aðrar leiðir til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks, svo sem með því að auka lóðaframboð og huga að lækkun byggingarkostnaðar og almennt stuðla að frekari lækkun vaxta og lágri verðbólgu. Þá hefur verið allt of mikil áhersla á að byggja stórt og flott húsnæði. Við hljótum nú að huga að því að byggja ódýrt húsnæði sem hentar ungu fólki.“ Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið „ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks. Hins vegar hefur hærra fasteignaverð og auknar veðkröfur hjá lánveitendum leitt til þess að mun meira eigið fé þarf til þess að kaupa húsnæði en var hér á árum áður – og það hefur lokað fasteignamarkaðinum fyrir mörgum hópum, líkt og ungu fólki,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira