Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra á sjúkrahúsi á Malaga. Vísir/Egill Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26