Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2018 13:57 Undarleg uppákoma á fundi í Höfða hefur undið uppá sig og fer það eftir því úr hvaða heitapotti horft er hvor kemur sviðinn út úr þeim viðskiptum, Eyþór eða Dagur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur birt á Facebooksíðu sína pistil sem lýsir umdeildum atburði sem varð á mánudag og leiddi til þess að hann vísaði Eyþóri Arnalds athafnamanni á dyr í Höfða, eins og hann horfir við sér. En Eyþór hafði mætt óboðinn í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á samráðsfund sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur. Í pistli Dags kemur meðal annars fram að Eyþór hafi ætlað sér sæti forsætisráðherra. „Í fundarboði kom skýrt fram að um hefðbundinn fund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa í kjördæmaviku væri að ræða. Mér kom því á óvart að Eyþór Arnalds verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skyldi koma til fundarins. Ég heilsaði honum í anddyri hússins og sagði honum hvernig í málinu lagi, fundurinn væri fyrir borgarstjórn og þingmenn en frambjóðendur hefðu ekki verið boðaðir. Ekkert fór á milli mála í þessum samskiptum,“ segir Dagur.Þá brá svo við að Eyþór gengur í salinnHann lýsir því þá að þess hafi verið beðið í nokkrar mínútur eftir að allir fundarmenn skiluðu sér, „og þegar forsætisráðherra var komin í hús bauð ég fundargestum að setjast við langborð. Ég sat fyrir miðju borðsins öðrum megin með Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við hlið mér, en Guðlaug Þór utanríkisráðherra á móti mér.Þá brá svo við [að] Eyþór gengur í salinn og býst til að setjast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyrir forsætisráðherra.“ Dagur segist hafa gert athugasemd við þetta og ítrekað hvers eðlis fundurinn væri; „hverjum hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að sitja fundinn en hann hefði ekki verið ætlaður frambjóðendum. Ef áhugi væri á slíkum fundi þyrfti að boða hann sérstaklega. Eyþór vék við svo búið af fundinum, forsætisráðherra tók sæti sitt en utanríkisráðherra upplýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta atvik þótt sérstakt hafi verið.“Létt yfir mannskapnum Dagur vitnar til Staksteinaskrifa Morgunblaðsins í morgun, sem borgarstjóri telur afbökun og tilraun til að leggja atburði út á versta veg. „Kemur það ekki á óvart. Verður blaðið og ritstjórn þess að eiga það við sig og sína lund. Af Höfðafundinum er hins vegar það að segja að það var óvenju létt yfir honum og umræður málefnalegar. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar voru sammála um að hann hefði verið hinn gagnlegasti og ráðgera frekari fundi um einstaka málaflokka á næstu vikum.“Staksteinar móðgaðir fyrir hönd EyþórsStaksteinaskrifin sem Dagur vísar til, líkast til skrifuð af fyrrverandi borgarstjóra Davíð Oddsyni, lýsa því að Dagur hafi fulla ástæðu til að óttast um stöðu sína. „Hvers vegna ætli borgarstjóri hafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af samráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmálanna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það‘ gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borgarstjórn? Nei, ekkert af þessu getur átt við, Dagur veit, líkt og allir aðrir að oddvitinn leiðir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur birt á Facebooksíðu sína pistil sem lýsir umdeildum atburði sem varð á mánudag og leiddi til þess að hann vísaði Eyþóri Arnalds athafnamanni á dyr í Höfða, eins og hann horfir við sér. En Eyþór hafði mætt óboðinn í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á samráðsfund sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur. Í pistli Dags kemur meðal annars fram að Eyþór hafi ætlað sér sæti forsætisráðherra. „Í fundarboði kom skýrt fram að um hefðbundinn fund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa í kjördæmaviku væri að ræða. Mér kom því á óvart að Eyþór Arnalds verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skyldi koma til fundarins. Ég heilsaði honum í anddyri hússins og sagði honum hvernig í málinu lagi, fundurinn væri fyrir borgarstjórn og þingmenn en frambjóðendur hefðu ekki verið boðaðir. Ekkert fór á milli mála í þessum samskiptum,“ segir Dagur.Þá brá svo við að Eyþór gengur í salinnHann lýsir því þá að þess hafi verið beðið í nokkrar mínútur eftir að allir fundarmenn skiluðu sér, „og þegar forsætisráðherra var komin í hús bauð ég fundargestum að setjast við langborð. Ég sat fyrir miðju borðsins öðrum megin með Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við hlið mér, en Guðlaug Þór utanríkisráðherra á móti mér.Þá brá svo við [að] Eyþór gengur í salinn og býst til að setjast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyrir forsætisráðherra.“ Dagur segist hafa gert athugasemd við þetta og ítrekað hvers eðlis fundurinn væri; „hverjum hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að sitja fundinn en hann hefði ekki verið ætlaður frambjóðendum. Ef áhugi væri á slíkum fundi þyrfti að boða hann sérstaklega. Eyþór vék við svo búið af fundinum, forsætisráðherra tók sæti sitt en utanríkisráðherra upplýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta atvik þótt sérstakt hafi verið.“Létt yfir mannskapnum Dagur vitnar til Staksteinaskrifa Morgunblaðsins í morgun, sem borgarstjóri telur afbökun og tilraun til að leggja atburði út á versta veg. „Kemur það ekki á óvart. Verður blaðið og ritstjórn þess að eiga það við sig og sína lund. Af Höfðafundinum er hins vegar það að segja að það var óvenju létt yfir honum og umræður málefnalegar. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar voru sammála um að hann hefði verið hinn gagnlegasti og ráðgera frekari fundi um einstaka málaflokka á næstu vikum.“Staksteinar móðgaðir fyrir hönd EyþórsStaksteinaskrifin sem Dagur vísar til, líkast til skrifuð af fyrrverandi borgarstjóra Davíð Oddsyni, lýsa því að Dagur hafi fulla ástæðu til að óttast um stöðu sína. „Hvers vegna ætli borgarstjóri hafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af samráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmálanna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það‘ gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borgarstjórn? Nei, ekkert af þessu getur átt við, Dagur veit, líkt og allir aðrir að oddvitinn leiðir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01