Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:15 Mynd sem tekin er á Haítí í janúar 2011, ári eftir jarðskjálftann sem lagði landið að mestu í rúst. Svæðisstjóri Oxfam á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi og fengið vændiskonur heim til sín í villuna sem Oxfam leigði handa honum vegna starfsins. vísir/getty Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian. Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian.
Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira