Koma á upp sjálfvirku eftirliti við landamæri Svíþjóðar til að stöðva þjófagengi sem koma til landsins. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem Morgan Johansson dómsmálaráðherra hefur kynnt.
Flest gengin eru með bækistöðvar í Litháen, Rúmeníu og Póllandi. Vitað sé að þau herji einkum í Þýskalandi, Bretlandi og í Svíþjóð.
Lágmarksrefsing fyrir stuld á að vera eins árs fangelsi í stað sex mánaða fangelsis eins og nú. Það hefur í för með sér að auðveldara verður að vísa dæmdum úr landi. Lagt er til að fleiri dæmdir verði látnir afplána í heimalöndum sínum.
