Nýrri Evrópulöggjöf ætlað að skapa sameiginlegan markað í fjármálaþjónustu Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 11. febrúar 2018 15:21 Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. RB Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann. Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann.
Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00
Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00