Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Ríkið á rúm 98 prósent í Landsbankanum, en Íslandsbanki er að fullu í eigu ríkisins. Ríkið átti 13 prósenta hlut í Arion þar til í gær. Vísir Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira