Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld. Vísir/GVA „Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25