Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 23:45 Trump hlýddi á nemendur frá framhaldsskólanum þar sem sautján nemendur voru myrtir í síðustu viku. Vísir/AFP Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018 Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent