
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump

Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki.
Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.
Grunaður um að hafa svikið út lán
Fyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán.
Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær.
Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort.
Tengdar fréttir

Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum
Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump.

Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers
Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.

Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð
"Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“

Mueller ákærir lögmann fyrir lygar
Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012.

Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun.