Ekki lengur dóttir morðingja Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10