Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 20. febrúar 2018 11:25 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur í forgrunni, Eyþór Arnalds ásamt Áslaugu Maríu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni sem fylgdu Eyþóri fast á hæla í kosningu um fyrsta sæti listans. Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira