Elstu tré Hafnarfjarðar felld til að bjarga Siggubæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Lerkitrjánum við suðurgafl Siggubæjar mun hafa verið plantað árið 1926. Hafnarfjarðarbær „Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira