Fyrir þremur árum fór Gunnar á kostum sem dansari í laginu Chandelier með Sia og árið 2016 gerði Mjölnisfólkið svo myndband undir laginu Sorry með Justin Bieber.
Í ár er það sjálfur konungur poppsins, Michael Jackson, sem er heiðraður með laginu Beat it en þar fer Gunnar Nelson með hlutverk Jacksons. Eins og alltaf fer Gunnar á kostum, nú dansandi eins og enginn sé morgundagurinn í rauðum leðurjakka.
Gunnar Einarsson, fyrrverandi fótboltamaður úr KR, leikur stórt hlutverk sem og Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, en þetta hrikalega skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.
Einnig má sjá myndböndin frá því árinu 2015 og 2016.