Gerir ekki athugun á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Umboðsmaður Alþingis telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. VISIR/ANTON BRINK Umboðsmaður Alþingis mun ekki gera frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við ráðningu fimmtán dómara við Landsrétt. Umboðsmaður telur umfjöllun dómstóla svara nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. „Í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra vegna tillagna um skipun dómara í landsrétt telur umboðsmaður alþingis ekki tilefni til þess að hann taki einstök atriði þess máls til athugunar að eigin frumkvæði,“ segir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin ákvað 6. febrúar að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Hæstaréttardómar hafa fallið gegn ráðherranum þar sem hún fór ekki eftir stjórnsýslulögum. „Af lestri þessara dóma fékk ég ekki annað séð en að þar væri nægjanlega upplýst um málsatvik og lagaatriði,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hins vegar ætlar umboðsmaður að skoða að nýju stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf. „Hefur umboðsmaður hugað að því að hefja frumkvæðisathugun þar sem dregin verða fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og hvernig hún horfir við með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins, úrlausna dómstóla og vandaðra stjórnsýsluhátta og þá sérstaklega með það í huga að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þessara mála.“ Einnig segir umboðsmaður ekki tilefni til athugunar á ráðgjafarskyldu opinberra starfsmanna. Ráðherrann hafi fengið ráðgjöf í samræmi við lagaskyldu opinberra starfsmanna en þó ekki fylgt henni. „Það hvaða upplýsingar þingmenn höfðu um þennan þátt málsins þegar þeir fjölluðu um það fellur einnig utan starfsviðs umboðsmanns,“ segir í bréfi umboðsmanns. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis mun ekki gera frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við ráðningu fimmtán dómara við Landsrétt. Umboðsmaður telur umfjöllun dómstóla svara nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. „Í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra vegna tillagna um skipun dómara í landsrétt telur umboðsmaður alþingis ekki tilefni til þess að hann taki einstök atriði þess máls til athugunar að eigin frumkvæði,“ segir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin ákvað 6. febrúar að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Hæstaréttardómar hafa fallið gegn ráðherranum þar sem hún fór ekki eftir stjórnsýslulögum. „Af lestri þessara dóma fékk ég ekki annað séð en að þar væri nægjanlega upplýst um málsatvik og lagaatriði,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hins vegar ætlar umboðsmaður að skoða að nýju stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf. „Hefur umboðsmaður hugað að því að hefja frumkvæðisathugun þar sem dregin verða fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og hvernig hún horfir við með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins, úrlausna dómstóla og vandaðra stjórnsýsluhátta og þá sérstaklega með það í huga að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þessara mála.“ Einnig segir umboðsmaður ekki tilefni til athugunar á ráðgjafarskyldu opinberra starfsmanna. Ráðherrann hafi fengið ráðgjöf í samræmi við lagaskyldu opinberra starfsmanna en þó ekki fylgt henni. „Það hvaða upplýsingar þingmenn höfðu um þennan þátt málsins þegar þeir fjölluðu um það fellur einnig utan starfsviðs umboðsmanns,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30
Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00