Aðeins konur þurfa að boxa með hættulegar höfuðhlífar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2018 19:30 Imma með höfuðhlífina sem hún vill losna við. Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan. Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Hnefaleikakonan Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir er mjög ósátt við að eingöngu konur þurfi að nota höfuðhlífar í hnefaleikum þó svo sannað sé að það sé hættulegra en að berjast án hlífar. Það vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveim árum síðan að hnefaleikakapparnir voru ekki lengur með höfuðhlífar. Það er að segja karlarnir því konurnar þurftu áfram að keppa með hlífarnar. Helsta ástæðan fyrir því að hætt er að nota hlífarnar er sú staðreynd að það er hættulegra að mörgu leyti að keppa með höfuðhlíf. Á Íslandsmótinu í hnefaleikum um síðustu helgi var það sama upp á teningnum, aðeins stelpurnar börðust með höfuðhlífar. „Árið 2013 var þetta tekið af strákunum og rök alþjóðlega hnefaleikasambandsins eru þau að það sé hættulegra að vera með hlífarnar. Það veldur meiri höfuðskaða að vera með hlífarnar en ekki,“ segir Ingibjörg Helga eða Imma eins og hún er kölluð. „Höfuðhlífin gerir höfuðið að stærra skotmarki og þyngir höfuðið sömuleiðis. Hlífin hefur líka áhrif á sjónsviðið svo það er erfiðara að sjá höggin koma. Það er enn verið að rannsaka áhrif höfuðhlífanna í hnefaleikum en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til þessa benda eindregið til þess að ekki sé gott að nota hlífarnar. „Það er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem eru með hlífar fá oftar heilahristing en þeir sem nota þær ekki,“ segir Imma. Miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir virkar það glórulaust að láta konur berjast með hlífarnar og afsakarnir eru sérstakar. „Þeir segja að það sé ekki búið að rannsaka þetta nógu mikið á kvenmönnum. Allar þessar ástæður eiga jafn mikið við um konur og karla. Ég vil fá þessa hjálma burt. Ég vil ekki sjá þetta. Ingibjörg segist ætla að fara lengra með málið og skrifa bréf til alþjóða hnefaleiksambandsins og vonast eftir stuðningi ÍSÍ í málinu. Sjá má viðtalið við Immu hér að neðan.
Box Tengdar fréttir Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. 1. mars 2018 20:30