VAR gæti ráðið örlögum íslensku strákanna á HM í sumar: „Er bara eins og lítið barn ennþá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 13:30 Frá leik Íslands og Frakklands á EM 2016. Vísir/Getty Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira