Fótbolti

Auba­mey­ang syrgir fallinn fé­laga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aubameyang faðmar hér Aaron Boupendza heitinn.
Aubameyang faðmar hér Aaron Boupendza heitinn. Instagram

Framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang er meðal þeirra sem syrgir Aaron Boupendza, fyrrverandi landsliðsmann Gabon sem lést eftir að falla af 11. hæð byggingar í Kína.

Hinn 28 ára gamli Boupendza var hluti af landsliði Gabon sem tók þátt í Afríkukeppninni árið 2021. Alls lék hann 35 A-landsleiki fyrir Gabon. Framherjinn hóf ferilinn í heimalandinu en hafði undanfarin ár flakkað um heim allan til að spila fótbolta.

Eftir að hafa spilað í Frakklandi, Tyrklandi, Bandaríkjunum og Rúmeníu samdi hann við Zhejiang FC í Kína í janúar síðastliðinn. Hann missti af æfingu liðsins og skömmu síðar komst félagið að því að Boupendza væri látinn. Talið er að hann hafi fallið af 11. hæð og látist við höggið.

Knattspyrnusamband Gabon, Fegafoot, staðfesti andlátið á samfélagsmiðlum sínum.segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að hans verði minnst sem góðum framherja sem setti mark sitt á Afríkukeppnina árið 2021.

Aubameyang – frægasti knattspyrnumaður Gabon – syrgði fyrrverandi samherja sinn með færslu í hringrásinni (e. story) á Instagram-síðu sinni.

„Ég á engin orð. Hvíldu í friði bróðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×