Breyttur heimur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. mars 2018 07:00 Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun