Að skapa störf og hagnað utan landhelginnar Jón Kaldal skrifar 1. mars 2018 07:00 Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun