Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Séra Ólafur er borinn þungum sökum. Vísir/GVA Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Sóknarpresturinn á að baki langa sögu meintrar kynferðisáreitni. Í minnisblöðum biskups segir að biskup hafi talað við aðra konu sem hafi átt sams konar reynslu og konurnar fimm en sú ætli sér ekki að kæra til fagráðs. Á fundi úrskurðarnefndar þann 4. október 2017 kom fram hjá einum brotaþolanna að hún hefði heyrt talað um svona háttsemi hjá séra Ólafi og var vísað til hans undir uppnefninu „Óli sleikur“. Við það hafi hún ákveðið að stíga fram. Séra Ólafur ruglaðist á brotaþolum við meðferð mála gegn honum. Á fundi þann 11. apríl í fyrra hjá biskupi Íslands kannaðist hann við að hafa brotið gegn „Elínu“. Ein kvennanna sem kærði hann heitir Elín Sigrún Jónsdóttir. Hins vegar kannaðist sóknarpresturinn ekkert við það þann 5. desember síðastliðinn. Hann gaf þær ástæður að hann hefði ruglast á konum og hélt að kvörtunin hefði komið frá Elínu Hrund Kristjánsdóttur, formanni fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og sóknarprests í Odda. Um 6-10 ár eru síðan séra Ólafur fór yfir hennar mörk samkvæmt gögnum málsins.Agnes Sigurðardóttur er falið að ákveða refsingu séra Ólafs.Lýsingar kvennana fimm á háttsemi sr. Ólafs Brotaþolarnir fimm greina frá mjög svipuðum aðstæðum og eru sögur þeirra keimlíkar í aðalatriðum. Hér á eftir fer lýsing brotaþolanna á háttsemi sóknarprestsins í Grensáskirkju. Lýsing brotaþola 1: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Eftir að hann tók hana í faðminn, þrátt fyrir að hún ætlaði aðeins að taka í hönd hans, ríghélt hann henni með ofurafli, þrýsti henni að sér og sleikti báðar kinnar hennar. Hún hafi fyllst óhugnaðartilfinningu sem var lamandi og erfitt að lýsa.“Lýsing brotaþola 2: [Háttsemi talin siðferðisbrot en ekki gerð refsing] „[…] að það hafi verið haustið 2004 sem gagnaðili hafi komið í Kirkjuhúsið, þar sem málshefjandi starfar, og bókstaflega lyft henni upp og haldið henni fastri.“ „Alltaf þegar gagnaðili kom á vinnustað málshefjanda stóð hann nálægt henni og kom því þannig fyrir að hann snerti hana.“ „Hann kom nokkrum sinnum aftan að málshefjanda á vinnustað hennar og hafði einstakt lag á að koma henni að óvörum. Hann talaði um alls kyns hluti sem hann vildi gera með málshefjanda.“„Eitt skipt kom gagnaðili inn í eldhúsið á vinnustaðnum, slefaði ofan í hálsmál málshefjanda og sagði við hana hvað hann ætlaði að gera með henni uppi á hótelherbergi þegar þau væru komin til útlanda.“ Umrædd utanlandsferð, sem konan treysti sér ekki til að fara í, var vinnuferð á vegum kirkjunnar 26.–30. janúar, fjórum árum eftir að fyrsta atvikið átti sér stað. Lýsing brotaþola 3: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Fyrir nokkrum árum hafi hún farið á fund í Grensáskirkju. […] Hún hafi verið sú fyrsta sem mætti fyrir utan gagnaðila. Í fatahenginu við salernin heilsaði gagnaðili henni, dró hana að sér og fór að sleikja á henni eyrað. Þarna hafi hann gengið yfir öll hennar mörk.“Lýsing brotaþola 4: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð]„Gagnaðili hafi komið í anddyrið og hún staðið upp til að heilsa honum. Eins og þau voru vön faðmaði hún hann og ætlaði að kyssa hann á kinnina en þá snéri hann andlitinu að henni svo þau kysstust á munninn. Hún segist hafa orðið svolítið hissa en svo hafi gagnaðili stungið tungunni upp í hana.“Lýsing brotaþola 5: [Háttsemin siðferðisbrot og biskups að ákveða refsingu] „[…] Hafi þolað áreitni af hendi gagnaðila allt frá því hún flutti skrifstofu sína í Grensáskirkju haustið 2002 og fram á árið 2017. Áreitnin felist í: Narti í eyrnasnepla; kossum á kinn sem færist yfir á eyrnasnepla sem sleiktir séu snöggt; kæfandi faðmlögum, þar sem henni sé lyft upp frá gólfi og haldið þétt í fangi hans; fótanuddi þar sem skór eru teknir af fæti og fótur nuddaður upp fyrir kálfa.“ „[.…] atvikin séu svo mörg á löngum tíma að hún muni þau ekki öll enda hafi hún reynt að ýta þeim markvisst út úr minni sínu.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Sóknarpresturinn á að baki langa sögu meintrar kynferðisáreitni. Í minnisblöðum biskups segir að biskup hafi talað við aðra konu sem hafi átt sams konar reynslu og konurnar fimm en sú ætli sér ekki að kæra til fagráðs. Á fundi úrskurðarnefndar þann 4. október 2017 kom fram hjá einum brotaþolanna að hún hefði heyrt talað um svona háttsemi hjá séra Ólafi og var vísað til hans undir uppnefninu „Óli sleikur“. Við það hafi hún ákveðið að stíga fram. Séra Ólafur ruglaðist á brotaþolum við meðferð mála gegn honum. Á fundi þann 11. apríl í fyrra hjá biskupi Íslands kannaðist hann við að hafa brotið gegn „Elínu“. Ein kvennanna sem kærði hann heitir Elín Sigrún Jónsdóttir. Hins vegar kannaðist sóknarpresturinn ekkert við það þann 5. desember síðastliðinn. Hann gaf þær ástæður að hann hefði ruglast á konum og hélt að kvörtunin hefði komið frá Elínu Hrund Kristjánsdóttur, formanni fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og sóknarprests í Odda. Um 6-10 ár eru síðan séra Ólafur fór yfir hennar mörk samkvæmt gögnum málsins.Agnes Sigurðardóttur er falið að ákveða refsingu séra Ólafs.Lýsingar kvennana fimm á háttsemi sr. Ólafs Brotaþolarnir fimm greina frá mjög svipuðum aðstæðum og eru sögur þeirra keimlíkar í aðalatriðum. Hér á eftir fer lýsing brotaþolanna á háttsemi sóknarprestsins í Grensáskirkju. Lýsing brotaþola 1: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Eftir að hann tók hana í faðminn, þrátt fyrir að hún ætlaði aðeins að taka í hönd hans, ríghélt hann henni með ofurafli, þrýsti henni að sér og sleikti báðar kinnar hennar. Hún hafi fyllst óhugnaðartilfinningu sem var lamandi og erfitt að lýsa.“Lýsing brotaþola 2: [Háttsemi talin siðferðisbrot en ekki gerð refsing] „[…] að það hafi verið haustið 2004 sem gagnaðili hafi komið í Kirkjuhúsið, þar sem málshefjandi starfar, og bókstaflega lyft henni upp og haldið henni fastri.“ „Alltaf þegar gagnaðili kom á vinnustað málshefjanda stóð hann nálægt henni og kom því þannig fyrir að hann snerti hana.“ „Hann kom nokkrum sinnum aftan að málshefjanda á vinnustað hennar og hafði einstakt lag á að koma henni að óvörum. Hann talaði um alls kyns hluti sem hann vildi gera með málshefjanda.“„Eitt skipt kom gagnaðili inn í eldhúsið á vinnustaðnum, slefaði ofan í hálsmál málshefjanda og sagði við hana hvað hann ætlaði að gera með henni uppi á hótelherbergi þegar þau væru komin til útlanda.“ Umrædd utanlandsferð, sem konan treysti sér ekki til að fara í, var vinnuferð á vegum kirkjunnar 26.–30. janúar, fjórum árum eftir að fyrsta atvikið átti sér stað. Lýsing brotaþola 3: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Fyrir nokkrum árum hafi hún farið á fund í Grensáskirkju. […] Hún hafi verið sú fyrsta sem mætti fyrir utan gagnaðila. Í fatahenginu við salernin heilsaði gagnaðili henni, dró hana að sér og fór að sleikja á henni eyrað. Þarna hafi hann gengið yfir öll hennar mörk.“Lýsing brotaþola 4: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð]„Gagnaðili hafi komið í anddyrið og hún staðið upp til að heilsa honum. Eins og þau voru vön faðmaði hún hann og ætlaði að kyssa hann á kinnina en þá snéri hann andlitinu að henni svo þau kysstust á munninn. Hún segist hafa orðið svolítið hissa en svo hafi gagnaðili stungið tungunni upp í hana.“Lýsing brotaþola 5: [Háttsemin siðferðisbrot og biskups að ákveða refsingu] „[…] Hafi þolað áreitni af hendi gagnaðila allt frá því hún flutti skrifstofu sína í Grensáskirkju haustið 2002 og fram á árið 2017. Áreitnin felist í: Narti í eyrnasnepla; kossum á kinn sem færist yfir á eyrnasnepla sem sleiktir séu snöggt; kæfandi faðmlögum, þar sem henni sé lyft upp frá gólfi og haldið þétt í fangi hans; fótanuddi þar sem skór eru teknir af fæti og fótur nuddaður upp fyrir kálfa.“ „[.…] atvikin séu svo mörg á löngum tíma að hún muni þau ekki öll enda hafi hún reynt að ýta þeim markvisst út úr minni sínu.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32