Alvarlegt umferðarslys varð í Hvammahverfinu í Hafnarfirði klukkan 16:29 í dag. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu var einn fluttur með talsverða áverka á slysadeild Landspítalans.
Klukkan 13 varð svo umferðarslys á Sæbraut en þar var um aftanákeyrslu að ræða. Einn var fluttur á slysadeild og voru bæði ökutækin dregin af vettvangi.
Um klukkan 14:30 í dag var síðan tilkynnt um mann sem var að trufla umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Þessi iðja olli truflun á umferð og var manninum vísað á brott.

