Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Fjór­tán ára barn hafði mikla peninga af níðingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tveir sér­lega hættu­legir gómaðir á Ís­landi og gríðar­leg fjölgun verk­efna

Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað gífurlega á milli ára en á aðeins fimm árum er um að ræða meira en tvöföldun á fjölda verkbeiðna til deildarinnar. ​Í fyrra sinnti deildin á fjórða tug verkefna sem tengjast handtökuskipunum frá Evrópu og voru tveir „sérlega hættulegir“ glæpamenn handteknir á Íslandi í fyrra í gegnum samstarfið. Aðstoðarbeiðnir vegna slíkra mála eru ekki þær einu sem hefur fjölgað hjá deildinni. 

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég á­kvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“

Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi, jafn­rétti og fram­farir á vor­þingi

Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

Skoðun
Fréttamynd

Húsbrot, þjófnaðir og slags­mál

Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt í tengslum við húsbrot, í tveimur aðskildum málum. Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og er það mál í rannsókn. 

Innlent
Fréttamynd

Megi aldrei verða ís­lenskur veru­leiki

Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn fannst í skotti for­ráða­manna

Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar Bryn­dísar Klöru í Kompás

Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt, verða í einlægu og opinskáu viðtali í Kompás á Stöð 2 klukkan 18:55.

Innlent
Fréttamynd

Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu

Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru þrír drengir sem réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í en án árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Sex í fanga­klefa í nótt

Sex gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan sinnti 61 máli á tímabilinu 17 til fimm í nótt.

Innlent