„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. mars 2018 12:12 Gjafabréf Wow air hafa aðeins árs gildistíma. Leiðbeinandi reglur gera ráð fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Neytendur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Neytendur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira