Tugmilljóna skattur á styrktarsjóði skoðaður Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir HÍ greiða styrktarsjóðir skólans meira í fjármagnstekjuskatt en sjóðir á Norðurlöndunum. Vísir/Anton „Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
„Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira