Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 09:30 Íslenskt stuðningsfólk á enn þá séns. Vísir/EPA Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24