Þurfi að styrkja umgjörð kennarastarfsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 13:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra vill styrkja umgjörð kennarastarfsins. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, velti því fyrir sér hverjar framtíðarhorfurnar væru hjá þjóð sem gæti ekki hugsað vel um kennarana sína til að undirstrika þá skoðun sína að styrkja beri alla umgjörð kennarastarfsins. Hún var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu, stjórnmálaþætti Ríkisútvarpsins. Hún ræddi um nýafstaðið landsþing Framsóknarflokksins og alvarlega stöðu í menntamálum. Egill tók mið af slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði, vandræðum Menntamálastofnunar með netþjón þegar átti að leggja samræmd próf fyrir nemendur, niðurstöðum málfræðirannsóknar sem sýndu að meirihluti ungmenna vill fremur tala ensku en íslensku þegar hann spurði Lilju hvað hún hygðist taka til bragðs gagnvart þeirri stöðu sem nú er uppi í menntamálum á Íslandi. Lilja segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir sem miða að því að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið. Í því samhengi vill hún læra af reynslu Finna sem, eftir seinni heimsstyrjöld, réðust í róttækar breytingar á menntakerfinu. Leiðarljós þeirrar vinnu hafi verið að styrkja umgjörð kennarastarfsins. Í dag sé það til að mynda eftirsóknarvert fara í kennaranám í Finnlandi auk þess sem nánast ekkert brotthvarf er í stéttinni.Gríðarlegt álag í skólunum„Af hverju er þetta svona? Hvernig ætlum við að leysa þetta? Ég tel að ein af stóru lausnunum sé að styrkja umgjörð kennarastarfsins, minnka það álag sem er inni í grunnskólunum. Ég heyri það alls staðar sem ég kem. Ég er búin að vera mjög dugleg að heimsækja skóla síðan ég tók við embætti og þeir segja: það sé gríðarlegt álag, við þurfum meiri aðstoð fyrir nemendur sem standa höllum fæti og svo er annað sem ég hef mikinn áhuga á, það er þau börn sem hafa annað móðurmál en Íslandi. Þeim hefur verið að vegna mjög illa í PISA-könnuninni.“ Hún óttast að ef ekki verði gripið í taumana þegar í stað sé það augljóst að við munum sjá aukna stéttaskiptingu í framtíðinni. Eitt þeirra verkefna sem Lilja stendur frammi fyrir sem mennta-og menningarmálaráðherra er að auka traust til Menntamálastofnunar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52