Sakar kjörinn fulltrúa um spillingu í starfi Sveinn Arnarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira