Segir að hugmyndir um breytingar á kennaranámi muni ekki leysa kennaraskortinn Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndir um breytingar á kennaranámi ekki leysa kennaraskortinn. Fjölmargir menntaðir kennarar fari í önnur störf vegna lágra launa. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands vonar að breytingarnar leiði til aukinnar aðsóknar í námið. Menntamálaráðherra kynnti í gær hugmyndir um að gera fimmta árið í kennaranámi að launuðu vettvangsnámi og að hluti af námslánum kennaranema gæti orðið að styrk. Eru þetta aðgerðir sem eiga að bregðast við kennaraskorti í landinu.Stærri aðgerðir nauðsynlegar „Aðsókn á náminu hefur minnkað og við þurfum að koma til móts við það og þetta er einn þátturinn í því,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra meðal annars kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Frá því að kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm árið 2009 hefur nýnemum farið fækkandi og er mikill kennaraskortur yfirvofandi. Formaður Félags grunnskólakennara segir hugmyndirnar ágætar en að fleira þurfi að koma til. „Þetta leysir ekki kennaraskortinn sem við erum að horfa fram á. Það er alveg öruggt en til lengri tíma litið er þetta auðvitað skref sem þarf að taka. En það þarf að fara í miklu stærri aðgerðir til að leysa kennaraskortinn,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Stöð 2Vantar 300 kennara í dag Hugmyndirnar eiga við um allt kennaranám og vonast Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands til þetta auki aðsóknina sem hefur verið frekar dræm. „Sérstaklega í grunnskólakennaranáminu og leikskólakennaranáminu, að þá hefur fækkað þannig þetta er svona leið til þess að laða fleiri að því að fara í kennaranám,“ segir Jóhanna. Hvorki Jóhönnu né Ólafi finnst að stytta ætti námið aftur en þegar það var lengt var helst vísað til þess að samræma þyrfti uppbyggingu háskólanáms. Ólafur bendir á að fjölmargir menntaðir kennarar sem hafi ýmist tekið þriggja eða fimm ára nám starfi ekki við fagið og telur að lausnin við kennaraskorti hljóti að felast í kjarabótum. „Það vantar í dag sennilega um 300 kennara og þeir eru annars staðar. Það eru 5.000 manns þarna úti sem gætu starfað við þetta en eru að gera eitthvað annað. Sumir í menntakerfinu og sumir annars staðar. Launin eru auðvitað þessi stærsti afgerandi þáttur,“ segir Ólafur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00 Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00 Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Vilji er til þess bæði á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga og háskólanna að breyta kennaranámi. Nemendur á fimmta ári verði í launuðu vettvangsnámi. Hugmyndin byggist á vinnu samstarfshóps sem hefur starfað saman í þrjú ár. 27. mars 2018 06:00
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17
Kennarar fái tæpa milljón Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. 23. mars 2018 06:00
Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Menntamálaráðherra segir að styrkja þurfi umgjörðina um kennarann á öllum skólastigum. 26. mars 2018 16:00