Meta umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð neikvæð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 20:00 Lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við umhverfisáhrifum vegna kirkjugarðsins í hlíð Úlfarsfells. Vísir/Egill Aðalsteinsson Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar. Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar.
Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira