Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild þegar bifreið hans valt á Reykjanesbraut í nótt. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er slysið nú til rannsóknar.
Lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan hálf þrjú í nótt. Tveir voru í bílnum, og voru báðir fluttir af slysadeild. Eins og fyrr segir er annar alvarlega slasaður og gekkst undir aðgerð á Landspítalanum en farþeginn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Ekki fást upplýsingar um líðan þess fyrnefnda að svo stöddu.
Slysið varð nærri Vogastapa við Grindavíkurafleggjara. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu.

