Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2018 21:30 Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Í baksýn má sjá minnisvarðann um íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal en smíðin er sú stærsta í sögu ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónusta er rótgróin á Geysi. Hótelið sem nú er að rísa slær þó allt annað út.Grafísk mynd af nýja Hótel Geysi.Mynd/Hótel Geysir.Það eru Geysissystkinin Mábil og Sigurður Másbörn sem standa að verkinu en fullbúin verður byggingin samtals níuþúsund fermetrar að stærð. Stefnt er að því að hótelið klárist fyrir árslok en veitingasalir verða teknir í notkun í sumar. „Hérna er verið að reisa 77 herbergja lúxushótel, - svona fjögurra stjörnu plús,” segir Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Hann segir að veitingasalirnir leysi af gamla hótelið, sem var rifið niður í haust. Stefnt sé að því að gestir borði í nýju sölunum um miðjan júní.Gömul mynd af hótelinu og íþróttaskólanum.Mynd/Hótel Geysir.Hér verða stærri veitingasalir en menn hafa áður séð í héraðinu; þrír salir sem taka samtals áttahundruð gesti í sæti og sá stærsti fyrir 400 manns. Fjöldi manns kemur að smíðinni, eða um eða yfir þrjátíu manns, þar með taldir pípulagningamenn, rafvirkjar, verkamenn og smiðir, að sögn Sigurgeirs. Stytta af glímuköppum við hótelið er minnisvarði um frægan íþróttaskóla sem Sigurður Greipsson rak á Geysi á árunum 1927 til 1971. Það eru einmitt barnabörn hans sem reisa hótelið.Íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar starfaði á Geysi á árunum 1927 til 1971.Mynd/Hótel Geysir.„Merkinu verður haldið mjög vel á lofti vegna þess að inni í miðjunni á þessari byggingu stendur gamli íþróttaskólinn óhreyfður, sem var byggður um 1945. Þannig að honum verður gert hátt undir höfði og hann verður þarna í óbreyttri mynd og í raun verður gerður eins og hann var í upphafi. Þannig að það verður haldið í gömlu hlutina,” segir yfirsmiðurinn.Gamli íþróttasalurinn verður inni í nýja hótelinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nánar verður fjallað um uppbygginguna í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en þátturinn verður um nærsveitir Gullfoss og Geysis, gullna hringinn, sem orðinn er eitt mesta vaxtarsvæði landsins.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal en smíðin er sú stærsta í sögu ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónusta er rótgróin á Geysi. Hótelið sem nú er að rísa slær þó allt annað út.Grafísk mynd af nýja Hótel Geysi.Mynd/Hótel Geysir.Það eru Geysissystkinin Mábil og Sigurður Másbörn sem standa að verkinu en fullbúin verður byggingin samtals níuþúsund fermetrar að stærð. Stefnt er að því að hótelið klárist fyrir árslok en veitingasalir verða teknir í notkun í sumar. „Hérna er verið að reisa 77 herbergja lúxushótel, - svona fjögurra stjörnu plús,” segir Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Hann segir að veitingasalirnir leysi af gamla hótelið, sem var rifið niður í haust. Stefnt sé að því að gestir borði í nýju sölunum um miðjan júní.Gömul mynd af hótelinu og íþróttaskólanum.Mynd/Hótel Geysir.Hér verða stærri veitingasalir en menn hafa áður séð í héraðinu; þrír salir sem taka samtals áttahundruð gesti í sæti og sá stærsti fyrir 400 manns. Fjöldi manns kemur að smíðinni, eða um eða yfir þrjátíu manns, þar með taldir pípulagningamenn, rafvirkjar, verkamenn og smiðir, að sögn Sigurgeirs. Stytta af glímuköppum við hótelið er minnisvarði um frægan íþróttaskóla sem Sigurður Greipsson rak á Geysi á árunum 1927 til 1971. Það eru einmitt barnabörn hans sem reisa hótelið.Íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar starfaði á Geysi á árunum 1927 til 1971.Mynd/Hótel Geysir.„Merkinu verður haldið mjög vel á lofti vegna þess að inni í miðjunni á þessari byggingu stendur gamli íþróttaskólinn óhreyfður, sem var byggður um 1945. Þannig að honum verður gert hátt undir höfði og hann verður þarna í óbreyttri mynd og í raun verður gerður eins og hann var í upphafi. Þannig að það verður haldið í gömlu hlutina,” segir yfirsmiðurinn.Gamli íþróttasalurinn verður inni í nýja hótelinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nánar verður fjallað um uppbygginguna í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en þátturinn verður um nærsveitir Gullfoss og Geysis, gullna hringinn, sem orðinn er eitt mesta vaxtarsvæði landsins.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira