Sara Dögg Svanhildardóttir, stjórnandi við Arnarskóla, er oddviti nýs sameinaðs framboðs Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Pírata, Viðreisn, Vinstri grænna og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Listinn var kynntur í dag en í tilkynningu segir að Garðabæjarlistinn vilji virkja lyðræðið og auka gagnsæi með þátttöku sinni í bæjarpólitíkinni.
Sara Dögg starfaði sem skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar til margra ára en í dag er hún einn af stofnendum og stjórnendum Arnarskóla, sérskóla fyrir börn með þroskafrávik. Á meðal annarra sem skipa listann eru knattspyrnukonan Harpa Þorsteinsdóttir og knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson.
Eftirfarandi skipa Garðabæjarlistann:
1. Sara Dögg Svanhildardóttir Stjórnandi
2. Ingvar Arnarson Framhaldsskólakennari
3. Harpa Þorsteinsdóttir Lýðheilsufræðingur
4. Halldór Jörgensson Tölvunarfræðingur
5. Valborg Ösp Á Warén Stjórnmálafræðingur
6. Guðjón Pétur Lýðsson Knattspyrnumaður
7. Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málfræðingur
8. Baldur Svavarsson Arkitekt
9. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir Mannauðsráðgjafi
10. Hannes Ingi Geirsson Grunnskólakennari
11. Anna Guðrún Hugadóttir Frv. Starfs og námsráðgjafi
12. Guðlaugur Kristmundsson Verkefnastjóri
13. Guðrún Elín Herbertsdóttir Viðskiptafræðingur/bæjarfulltrúi
14. Tómas Viðar Sverrisson Læknanemi
15. Sólveig Guðrún Geirsdóttir Félagsmiðstöðvarstarfsmaður
16. Dagur Snær Stefánsson Handboltamaður
17. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Fyrrv. Skólastjóri tónlistarskólans á Álftanesi
18. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Stjórnmálafræðingur
19. Fanney Hanna Valgarðsdóttir Þroskaþjálfi
20. Snævar Sigurðsson Erfðafræðingur
21. Erna Aradóttir Frv. leikskólastjóri
22. Steinþór Einarsson Bæjarfulltrúi
