Dele Alli: Tapið á móti Íslandi á EM 2016 gerði okkur sterkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 09:30 Dele Alli og félagar sitja niðurbrotnir í grasinu eftir tapið á móti Íslandi á EM 2016. Íslensku strákarnir fagna sigri. Vísir/Getty Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira
Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira