Meta árangur af þriggja ára kerfinu með prófum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Kepp ötul fram, vor unga stétt. VÍSIR/VILHELM Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. „Við tókum ákvörðun og lögðum mikla vinnu í að stytta námið um eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti árgangurinn er kominn í gegnum allt og við útskrifum núna næstum helming allra nemenda skólans, 540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. Ingi segir að skólinn hefði helst viljað fá utanaðkomandi aðila til að vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég hafði áhyggjur af því að við sæjum ekki veikleikana sjálf og svo framvegis,“ segir Ingi.Ingi ÓlafssonVísir/VALLIÞað hafi aftur á móti ekkert komið frá ráðuneytinu varðandi þetta. „Menntamálastofnun ætlaði að gera það en svo hættu þeir við. Það sem þeir gera hins vegar er að þeir láta okkur í té gömul próf. Við fáum aðgang að prófabanka hjá þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans muni þá velja úr þessum banka og búa til próf fyrir nemendur í íslensku og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir báða árgangana og reyna að meta hvort þau standi jafnfætis í þessu,“ segir Ingi. Til viðbótar mun skólinn vera með rýnihópa þar sem talað er við nemendur sem eru að ljúka þriggja ára náminu og hugsanlega líka einhverja sem eru að ljúka fjögurra ára náminu. „Svo verðum við með rýnihópa þar sem talað verður við kennara,“ segir Ingi og bætir við að sérfræðingar hjálpi til við verkið. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. „Við tókum ákvörðun og lögðum mikla vinnu í að stytta námið um eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti árgangurinn er kominn í gegnum allt og við útskrifum núna næstum helming allra nemenda skólans, 540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. Ingi segir að skólinn hefði helst viljað fá utanaðkomandi aðila til að vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég hafði áhyggjur af því að við sæjum ekki veikleikana sjálf og svo framvegis,“ segir Ingi.Ingi ÓlafssonVísir/VALLIÞað hafi aftur á móti ekkert komið frá ráðuneytinu varðandi þetta. „Menntamálastofnun ætlaði að gera það en svo hættu þeir við. Það sem þeir gera hins vegar er að þeir láta okkur í té gömul próf. Við fáum aðgang að prófabanka hjá þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans muni þá velja úr þessum banka og búa til próf fyrir nemendur í íslensku og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir báða árgangana og reyna að meta hvort þau standi jafnfætis í þessu,“ segir Ingi. Til viðbótar mun skólinn vera með rýnihópa þar sem talað er við nemendur sem eru að ljúka þriggja ára náminu og hugsanlega líka einhverja sem eru að ljúka fjögurra ára náminu. „Svo verðum við með rýnihópa þar sem talað verður við kennara,“ segir Ingi og bætir við að sérfræðingar hjálpi til við verkið.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira