Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:43 Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti. Vísir/anton brink Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38