Kolbeinn óttaðist um ferilinn: Lærir að meta betur hlutina þegar að allt er tekið frá manni Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:00 Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Sjá meira