Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. mars 2018 19:45 Per Sandberg sem tók við embætti dómsmálaráðherra Noregs eftir að Sylvi Listhaug sagði af sér í dag er ekki síður umdeildur en hún. Bæði hafa lýst umdeildum skoðunum á innflytjendum og flóttafólki og Sandberg hefur meðal annars verið ávíttur fyrir að mæta ölvaður á þingfund. Haraldur Noregskonungur boðaði til ríkisráðsfundar í hádeginu í dag þar sem afsögn Listhaug var staðfest og flokksfélagi hennar úr Framfaraflokknum, Sandberg, yfirgaf sjávarútvegsráðuneytið til að fylla í skarð hennar. Skipan Sandberg er hugsuð til bráðabirgða.Facebook færslan sem varð Sylvi Listhaug dómsmálaráðherra að falli.Mynd/SkjáskotUndanfarna daga hefur verið þrýst á Listhaug að segja af sér. Ástæðan er færsla sem hún setti á Facebook eftir að Verkamannaflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn komu í veg fyrir afgreiðslu frumvarps hennar sem hefði heimilað stjórnvöldum að svipta norskum ríkisborgurum ríkisborgararétti sínum ef þeir væru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Flokkarnir tveir töldu þetta ganga of nærri mannréttindum norskra ríkisborgara og vildu frumvarpið gerði ráð fyrir að hægt væri að áfrýja slíkum ákvörðunum til dómstóla. Í færslunni á Facebook sagði Listhaug Verkamannaflokkinn taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. Færslan féll illa í kramið hjá stjórnarandstöðunni og sér í lagi hjá Verkamannaflokknum enda var ungliðahreyfing hans skotmark mannskæðasta hryðjuverks í sögu Noregs þegar Anders Behring Breivik banaði 69 manns á samkomu ungliðahreyfingarinnar í Útey í Júlí 2011.Listhaug var gagnrýnd í heimspressunni þegar hún reyndi að setja sig í spor flóttamanna með því að synda í Miðjarðarhafinu í flotbúningi.Ekki hjálpaði til að færslan umdeilda bar upp á sama dag og verið var að frumsýna heimildarmynd í Noregi um hryðjuverkin í Útey. Listhaug hefur verið þekkt í norskum stjórnmálum fyrir hreinskipta en umdeilda framkomu. Hún hefur meðal annars látið hafa eftir sér að frjálslynd viðhorf í garð innflytjenda séu „harðræði góða fólksins“ eða „tyranny of the good“. Þá hefur hún hvatt fylgjendur sína til að líka við og deila mynd af flóttamanni sem verið var að vísa frá Noregi. Listhaug komst í heimsfréttirnar árið 2016 þegar hún vildi setja sig í spor flóttamanna sem flýja yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Stakk Listhaug sér til sunds í Miðjarðarhafi en bentu gagnrýnendur á að aðstöðumunurinn væri nokkur á milli ráðherrans og flóttamanna þar sem hún klæddist flotbúningi.Kristilegi Þjóðarflokkurinn var í oddastöðu þegar kom að því að taka afstöðu til vantrausts.Mynd/Stefán RafnBjørnar Moxnes, leiðtogi Rautt, þess flokks sem skipar sér lengst til vinstri á norska Stórþinginu, lagði í kjölfar Facebook-færslu Listhaug fram vantraustsyfirlýsingu sem hefði átt að koma til umfjöllunar í dag. Stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan skiptu sér strax í andstæðar fylkingar en Kristilegi þjóðarflokkurinn stóð eftir á milli steins og sleggju þar sem hann hefur umborið ríkisstjórn Ernu Solberg og stutt stjórnina í mikilvægum málum. Nú var flokkurinn í oddastöðu gagnvart vantrauststillögunni og líf ríkisstjórnarinnar undir þar sem forsætisráðherrann, Erna Solberg, hafði lagt eigið embætti að veði ef að vantraustið yrði samþykkt. Miðstjórn kristilega flokksins fundaði í fjóra tíma í Stórþinginu í gær þar til formaður flokksins, Knut Arild Hareide, tilkynnti í anda kristinna manna, að flokkurinn fyrirgæfi Listhaug en það jafngilti hins vegar ekki trausti til hennar. Í stað þess að draga ríkisstjórnina með sér sagði Listhaug af sér í kjölfarið.Arftakinn einnig umdeildur - Skallaði flóttamann og mætti ölvaður í þingið Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, var skipaður til bráðabirgða í embætti dómsmálaráðherra eftir afsögn Listhaug. Hann hefur mikla reynslu af sviði stjórnmálanna en hann hefur þjónað á Stórþinginu frá árinu 1997. Honum hefu verið lýst sem stjórnmálamanni með góð tengsl við verkamenn og þá þykir hann einnig umdeildur líkt og forveri sinn í starfi. Hann hefur umdeildar skoðanir gagnvart innflytjendum og flóttafólki en hann er meðal annars með dóm á bakinu fyrir að hafa árið 1997 skallað og slegið flóttamann frá Júgóslavíu eftir að hafa verið kallaður feitur, hvítur, ríkur, rasisti. Þá var hann ávíttur af þingforseta árið 2006 fyrir að hafa mætt undir áhrifum áfengis á þingfund auk þess að hafa ítrekað lent upp á kant við aðra stjórnmálamenn, meðal annars þingmenn Kristilega þjóðarflokksins sem þarf nú að umbera hann í embætti. Í samtali við norska ríkisútvarpið í dag sagði Hareide, formaður Kristilegra, að flokkurinn væri tilbúnn til að gefa Sandberg tækifæri til að sanna sig í embætti. Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Per Sandberg sem tók við embætti dómsmálaráðherra Noregs eftir að Sylvi Listhaug sagði af sér í dag er ekki síður umdeildur en hún. Bæði hafa lýst umdeildum skoðunum á innflytjendum og flóttafólki og Sandberg hefur meðal annars verið ávíttur fyrir að mæta ölvaður á þingfund. Haraldur Noregskonungur boðaði til ríkisráðsfundar í hádeginu í dag þar sem afsögn Listhaug var staðfest og flokksfélagi hennar úr Framfaraflokknum, Sandberg, yfirgaf sjávarútvegsráðuneytið til að fylla í skarð hennar. Skipan Sandberg er hugsuð til bráðabirgða.Facebook færslan sem varð Sylvi Listhaug dómsmálaráðherra að falli.Mynd/SkjáskotUndanfarna daga hefur verið þrýst á Listhaug að segja af sér. Ástæðan er færsla sem hún setti á Facebook eftir að Verkamannaflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn komu í veg fyrir afgreiðslu frumvarps hennar sem hefði heimilað stjórnvöldum að svipta norskum ríkisborgurum ríkisborgararétti sínum ef þeir væru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Flokkarnir tveir töldu þetta ganga of nærri mannréttindum norskra ríkisborgara og vildu frumvarpið gerði ráð fyrir að hægt væri að áfrýja slíkum ákvörðunum til dómstóla. Í færslunni á Facebook sagði Listhaug Verkamannaflokkinn taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. Færslan féll illa í kramið hjá stjórnarandstöðunni og sér í lagi hjá Verkamannaflokknum enda var ungliðahreyfing hans skotmark mannskæðasta hryðjuverks í sögu Noregs þegar Anders Behring Breivik banaði 69 manns á samkomu ungliðahreyfingarinnar í Útey í Júlí 2011.Listhaug var gagnrýnd í heimspressunni þegar hún reyndi að setja sig í spor flóttamanna með því að synda í Miðjarðarhafinu í flotbúningi.Ekki hjálpaði til að færslan umdeilda bar upp á sama dag og verið var að frumsýna heimildarmynd í Noregi um hryðjuverkin í Útey. Listhaug hefur verið þekkt í norskum stjórnmálum fyrir hreinskipta en umdeilda framkomu. Hún hefur meðal annars látið hafa eftir sér að frjálslynd viðhorf í garð innflytjenda séu „harðræði góða fólksins“ eða „tyranny of the good“. Þá hefur hún hvatt fylgjendur sína til að líka við og deila mynd af flóttamanni sem verið var að vísa frá Noregi. Listhaug komst í heimsfréttirnar árið 2016 þegar hún vildi setja sig í spor flóttamanna sem flýja yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Stakk Listhaug sér til sunds í Miðjarðarhafi en bentu gagnrýnendur á að aðstöðumunurinn væri nokkur á milli ráðherrans og flóttamanna þar sem hún klæddist flotbúningi.Kristilegi Þjóðarflokkurinn var í oddastöðu þegar kom að því að taka afstöðu til vantrausts.Mynd/Stefán RafnBjørnar Moxnes, leiðtogi Rautt, þess flokks sem skipar sér lengst til vinstri á norska Stórþinginu, lagði í kjölfar Facebook-færslu Listhaug fram vantraustsyfirlýsingu sem hefði átt að koma til umfjöllunar í dag. Stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan skiptu sér strax í andstæðar fylkingar en Kristilegi þjóðarflokkurinn stóð eftir á milli steins og sleggju þar sem hann hefur umborið ríkisstjórn Ernu Solberg og stutt stjórnina í mikilvægum málum. Nú var flokkurinn í oddastöðu gagnvart vantrauststillögunni og líf ríkisstjórnarinnar undir þar sem forsætisráðherrann, Erna Solberg, hafði lagt eigið embætti að veði ef að vantraustið yrði samþykkt. Miðstjórn kristilega flokksins fundaði í fjóra tíma í Stórþinginu í gær þar til formaður flokksins, Knut Arild Hareide, tilkynnti í anda kristinna manna, að flokkurinn fyrirgæfi Listhaug en það jafngilti hins vegar ekki trausti til hennar. Í stað þess að draga ríkisstjórnina með sér sagði Listhaug af sér í kjölfarið.Arftakinn einnig umdeildur - Skallaði flóttamann og mætti ölvaður í þingið Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, var skipaður til bráðabirgða í embætti dómsmálaráðherra eftir afsögn Listhaug. Hann hefur mikla reynslu af sviði stjórnmálanna en hann hefur þjónað á Stórþinginu frá árinu 1997. Honum hefu verið lýst sem stjórnmálamanni með góð tengsl við verkamenn og þá þykir hann einnig umdeildur líkt og forveri sinn í starfi. Hann hefur umdeildar skoðanir gagnvart innflytjendum og flóttafólki en hann er meðal annars með dóm á bakinu fyrir að hafa árið 1997 skallað og slegið flóttamann frá Júgóslavíu eftir að hafa verið kallaður feitur, hvítur, ríkur, rasisti. Þá var hann ávíttur af þingforseta árið 2006 fyrir að hafa mætt undir áhrifum áfengis á þingfund auk þess að hafa ítrekað lent upp á kant við aðra stjórnmálamenn, meðal annars þingmenn Kristilega þjóðarflokksins sem þarf nú að umbera hann í embætti. Í samtali við norska ríkisútvarpið í dag sagði Hareide, formaður Kristilegra, að flokkurinn væri tilbúnn til að gefa Sandberg tækifæri til að sanna sig í embætti.
Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38
Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent