Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 11:52 Nemendur í herskóla í Japan. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Suður-Kínahaf Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Japan hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu, til lengri tíma litið. Gífurleg hernaðaruppbygging hefur átt sér stað í Kína og hefur ríkið í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Japanir óttast að Kínverjar vilji einnig tryggja sér aðgang að Kyrrahafinu í gegnum japanskan eyjaklasa. Á þessu ári ætla yfirvöld Kína að verja um 175 milljörðum dala í herafla sinn, sem er rúmlega þreföld sú upphæð sem fer í herafla Japan og þó einungis þriðjungur af varnarmálaeyðslu Bandaríkjanna. Markmið Kína er að byggja upp fyrsta flokks her á næstu áratugum.Sjá einnig: Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. Það felur meðal annars í sér að byggja kjarnorkuknúið flugmóðurskip. „Kínverjar hafa í raun tryggt sér yfirráð yfir Suður-Kínahafi og Austur-Kínahaf er næst,“ sagði fyrrverandi háttsettur bandarískur herforingi við Reuters. „Bandaríkin hafa hörfað frá vesturhluta Kyrrahafsins á undanförnum árum.“Japanir sjá hins vegar ekki fyrir sér að geta haldið í við eyðslu Kína og vilja þess vegna einbeita sér að hátæknivopnum og langdrægari eldflaugum sem ætlað er að granda skipum.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiJapanir segja einnig að Kínverjar séu þegar byrjaðir að prófa varnir þeirra. Nú í janúar var kínverskum kafbáti siglt að eyjum í Austur-Kínahafi sem ríkin tvö hafa lengi deilt um og herflugvélum Kína hefur reglulega verið flogið að lofthelgi Japan. Í nóvember var sex stórum sprengjuflugvélum flogið á milli Okinawa og Miyakojima og sögðu Japanir að útlit væri fyrir að Kínverjar hefðu verið að æfa árás á Gvam, þar sem Bandaríkin eru með stórar herstöðvar. Fyrrverandi varnarmála ráðherra Japan, Gen Nakatani, sagði blaðamanni Reuters, að öryggisstaða ríkisins hefði ekki verið jafn slæm frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Suður-Kínahaf Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira