Viltu vera vinur minn? Hvað er til ráða? Seinni hluti Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. apríl 2018 11:26 Til sálfræðings koma iðulega börn sem segja að stærsta vandamálið sé að eiga engan vin. Við þessum vanda er engin ein lausn en það er vel þess virði að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Börn og unglingar þurfa að vita að þeir sem segjast eiga fullt af vinum kvarta líka stundum yfir því að vera einmana.Það getur einnig verið betra að eiga einn góðan og traustan vin en að eiga marga vini sem eru ekki endilega sannir vinir. Sumir vinalausir krakkar eru tilbúnir til að gera mikið til að eignast vin. Stundum eru krakkar meira að segja tilbúnir til að gera hluti sem þeim þykir erfiðir eða vita að þeir mega ekki gera í þeirri von að með því muni þeir eignast vin. Börn þurfa að vita að þetta er ekki leiðin til að eignast vin. Hversu sárt sem vinaleysið er, er mikilvægt að standa ávallt með sjálfum sér og fylgja innri sannfæringu.Hlutverk foreldra, leik- og grunnskóla. Hvernig er hægt að hjálpa?Foreldrar og kennarar hafa hlutverk í þessum málum. Fyrst og síðast má aldrei þreytast á að stappa stálinu í vinalaus börn og sannfæra þau um að þessi vandi varir ekki að eilífu. Einmanaleiki og einangrun barna varðar alla. Það skilar oft litlum árangri að hvetja barn til að fara á stúfana og finna sér vin, sérstaklega ef barnið er ungt og óframfærið. Þótt ekki sé raunhæft að skipa beinlínis einhvern í vinahlutverk fyrir barnið geta foreldrar skapað aðstæður til að dýpka kynni eða mynda ný kynni. Hægt er að bjóða einhverjum einum eða tveimur í bíókvöld, pizzakvöld, spilakvöld eða í keilu. Foreldrar geta einnig sett sig í samband við aðra foreldra og kannað hvernig landið liggur. Í leikskólanum og skólanum er hægt að stuðla með markvissum hætti að tengslum innbyrðis t.d. með því að skapa aðstæður þar sem börnunum gefst kostur á að tala við sem flesta í hópnum/bekknum. Með því að velja í smærri hópa af handahófi kynnast börnin innbyrðis. Einnig er hægt að bjóða upp á vinastund þar sem börnin skiptast á að ræða áhugamál sín og þá er tækifæri til að komast að því hverjir hafa svipuð áhugamál. Ein stúlka sem sagði sitt helsta vandamál vera að eiga enga vini nefndi þetta atriði. Hún sagði: „Stundum finnst einmana krökkum eins og enginn hafi sömu áhugamál og þau og eiga því erfitt með að finna umræðuefni“. Við þetta má bæta að Barnaheill á Íslandi bíður leik- og grunnskólum upp á forvarnarverkefni sem þjálfar þau í samskiptum. Verkefnið nefnist Vinátta og er börnunum kennt að tileinka sér fjögur grunngildi sem eru: umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.Hvað geta unglingar sem eiga ekki vin gert sjálfir? Gott er að byrja á að skoða sjálfan sig og spyrja hvort einmanaleikinn sé hugsanlega að hluta á manns eigin ábyrgð? Til dæmis ef maður hefur dregið sig inn í skel sína af því að maður heldur að enginn vilji vera vinur manns. Stundum þarf að safna kjarki og taka málið í eigin hendur. Í stað þess að hugsa í sífellu „Það hringir aldrei neinn í mig“ eða „mér er aldrei boðið með“ getur verið allt eins gott að hugsa „gott og vel en ég ætla að hringja í hana Stínu sem sendi mér sætt bros um daginn. Ég ætla að kanna hvort hún vilji koma heim í pizzu eða í bíó“.Í þessari erfiðu stöðu má kanna hvaða krökkum manni finnst hægt að treysta og sem eru kannski einnig einmana? Rennið huganum yfir bekkjarfélagana og spyrjið „er einhver þarna sem hefur einhvern tímann sýnt mér góðvild, áhuga, komið og talað við mig eða stutt mig?“ Ef það er enginn sem þér dettur í hug þá má samt ekki gefast upp. Rennið aftur huganum yfir bekkinn eða hópinn og leitið að andliti sem er vinsamlegt og hlýlegt. Kannski er það verðandi vinur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að vinaleysið hefur oftast nær minnst að gera með mann sjálfan. Vinaleysi er flókið fyrirbæri og margir þættir spila inn í, t.d. hvernig hópurinn er samsettur. Börn sem hafa verið lögð í einelti eru oft hrædd við að ræða við einhvern að fyrra bragði. Þau óttast að vera hafnað. En þá er mikilvægt að muna að almennt séð eru krakkar góðir við aðra krakka og langar umfram allt að eiga góða vini og vera góðir vinir. Annað sem getur hjálpað er að velta fyrir sér hvernig maður er að birtast öðrum. Virkar maður fúll eða reiður eða glaðlegur og hlýlegur? Þetta skiptir máli því það langar fáum að kynnast einhverjum sem er fúll og reiður á svipinn. Glaðlegt viðmót laðar hins vegar oftast aðra að. Enda þótt sjálfstraustið sé ekki endilega upp á það besta við þessar aðstæður þá hjálpar að hressa aðeins upp á það með því að vera sem oftast glaðlegur á svipinn.Að lokum Þegar maður er einmana og einangraður og illa gengur að eignast vin, jafnvel þótt maður sé búin að reyna ýmislegt, er alltaf gott að geta talað við einhvern sem maður treystir. Best er að fela ekki tilfinningar sínar og muna að maður er ekki einn með þennan vanda. Miklar líkur eru á að sá sem þú ræðir við hafi líka einhvern tímann verið einmana. Mikilvægt er að muna að þótt maður eigi ekki vin núna þýðir það ekki að þannig verði það alltaf. Bestu og tryggustu vinirnir koma stundum ekki inn í líf manns fyrr en síðar. Aldrei að gefast upp.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Til sálfræðings koma iðulega börn sem segja að stærsta vandamálið sé að eiga engan vin. Við þessum vanda er engin ein lausn en það er vel þess virði að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Börn og unglingar þurfa að vita að þeir sem segjast eiga fullt af vinum kvarta líka stundum yfir því að vera einmana.Það getur einnig verið betra að eiga einn góðan og traustan vin en að eiga marga vini sem eru ekki endilega sannir vinir. Sumir vinalausir krakkar eru tilbúnir til að gera mikið til að eignast vin. Stundum eru krakkar meira að segja tilbúnir til að gera hluti sem þeim þykir erfiðir eða vita að þeir mega ekki gera í þeirri von að með því muni þeir eignast vin. Börn þurfa að vita að þetta er ekki leiðin til að eignast vin. Hversu sárt sem vinaleysið er, er mikilvægt að standa ávallt með sjálfum sér og fylgja innri sannfæringu.Hlutverk foreldra, leik- og grunnskóla. Hvernig er hægt að hjálpa?Foreldrar og kennarar hafa hlutverk í þessum málum. Fyrst og síðast má aldrei þreytast á að stappa stálinu í vinalaus börn og sannfæra þau um að þessi vandi varir ekki að eilífu. Einmanaleiki og einangrun barna varðar alla. Það skilar oft litlum árangri að hvetja barn til að fara á stúfana og finna sér vin, sérstaklega ef barnið er ungt og óframfærið. Þótt ekki sé raunhæft að skipa beinlínis einhvern í vinahlutverk fyrir barnið geta foreldrar skapað aðstæður til að dýpka kynni eða mynda ný kynni. Hægt er að bjóða einhverjum einum eða tveimur í bíókvöld, pizzakvöld, spilakvöld eða í keilu. Foreldrar geta einnig sett sig í samband við aðra foreldra og kannað hvernig landið liggur. Í leikskólanum og skólanum er hægt að stuðla með markvissum hætti að tengslum innbyrðis t.d. með því að skapa aðstæður þar sem börnunum gefst kostur á að tala við sem flesta í hópnum/bekknum. Með því að velja í smærri hópa af handahófi kynnast börnin innbyrðis. Einnig er hægt að bjóða upp á vinastund þar sem börnin skiptast á að ræða áhugamál sín og þá er tækifæri til að komast að því hverjir hafa svipuð áhugamál. Ein stúlka sem sagði sitt helsta vandamál vera að eiga enga vini nefndi þetta atriði. Hún sagði: „Stundum finnst einmana krökkum eins og enginn hafi sömu áhugamál og þau og eiga því erfitt með að finna umræðuefni“. Við þetta má bæta að Barnaheill á Íslandi bíður leik- og grunnskólum upp á forvarnarverkefni sem þjálfar þau í samskiptum. Verkefnið nefnist Vinátta og er börnunum kennt að tileinka sér fjögur grunngildi sem eru: umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.Hvað geta unglingar sem eiga ekki vin gert sjálfir? Gott er að byrja á að skoða sjálfan sig og spyrja hvort einmanaleikinn sé hugsanlega að hluta á manns eigin ábyrgð? Til dæmis ef maður hefur dregið sig inn í skel sína af því að maður heldur að enginn vilji vera vinur manns. Stundum þarf að safna kjarki og taka málið í eigin hendur. Í stað þess að hugsa í sífellu „Það hringir aldrei neinn í mig“ eða „mér er aldrei boðið með“ getur verið allt eins gott að hugsa „gott og vel en ég ætla að hringja í hana Stínu sem sendi mér sætt bros um daginn. Ég ætla að kanna hvort hún vilji koma heim í pizzu eða í bíó“.Í þessari erfiðu stöðu má kanna hvaða krökkum manni finnst hægt að treysta og sem eru kannski einnig einmana? Rennið huganum yfir bekkjarfélagana og spyrjið „er einhver þarna sem hefur einhvern tímann sýnt mér góðvild, áhuga, komið og talað við mig eða stutt mig?“ Ef það er enginn sem þér dettur í hug þá má samt ekki gefast upp. Rennið aftur huganum yfir bekkinn eða hópinn og leitið að andliti sem er vinsamlegt og hlýlegt. Kannski er það verðandi vinur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að vinaleysið hefur oftast nær minnst að gera með mann sjálfan. Vinaleysi er flókið fyrirbæri og margir þættir spila inn í, t.d. hvernig hópurinn er samsettur. Börn sem hafa verið lögð í einelti eru oft hrædd við að ræða við einhvern að fyrra bragði. Þau óttast að vera hafnað. En þá er mikilvægt að muna að almennt séð eru krakkar góðir við aðra krakka og langar umfram allt að eiga góða vini og vera góðir vinir. Annað sem getur hjálpað er að velta fyrir sér hvernig maður er að birtast öðrum. Virkar maður fúll eða reiður eða glaðlegur og hlýlegur? Þetta skiptir máli því það langar fáum að kynnast einhverjum sem er fúll og reiður á svipinn. Glaðlegt viðmót laðar hins vegar oftast aðra að. Enda þótt sjálfstraustið sé ekki endilega upp á það besta við þessar aðstæður þá hjálpar að hressa aðeins upp á það með því að vera sem oftast glaðlegur á svipinn.Að lokum Þegar maður er einmana og einangraður og illa gengur að eignast vin, jafnvel þótt maður sé búin að reyna ýmislegt, er alltaf gott að geta talað við einhvern sem maður treystir. Best er að fela ekki tilfinningar sínar og muna að maður er ekki einn með þennan vanda. Miklar líkur eru á að sá sem þú ræðir við hafi líka einhvern tímann verið einmana. Mikilvægt er að muna að þótt maður eigi ekki vin núna þýðir það ekki að þannig verði það alltaf. Bestu og tryggustu vinirnir koma stundum ekki inn í líf manns fyrr en síðar. Aldrei að gefast upp.Höfundur er sálfræðingur.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun