Þessi 24 ára gamli leikmaður sló í gegn með Fjölni í Pepsi-deildinni sumarið 2016 og var seldur til norska stórliðsins Brann síðasta vor. Hann spilaði átta leiki fyrir Brann á síðustu leiktíð en þurfti mikið að sitja á bekknum.
Viðar Ari spilaði 53 leiki í efstu deild fyrir Fjölni og aðra 32 í B-deildinni fyrir Fjölni áður en hann var seldur til Noregs en hann var einnig kominn í íslenska landsliðshópinn og á fimm leiki að baki fyrir strákana okkar.
FH-ingar eru að reyna að styrkja varnarlínu sína fyrir sumarið en öll varnarlínan frá því síðasta sumri yfirgaf liðið eftir síðustu leiktíð. Viðar Ari verður mikill liðsstyrkur fyrir FH-liðið.
Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir FH á lánsamning frá norska félaginu Brann. Við bjóðum Viðar Ara velkominn í Kaplakrika. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/9pdLnj8oBZ
— FHingar.net (@fhingar) April 5, 2018