Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. apríl 2018 08:28 Slökkviliðið getur lítið aðhafst þegar eldurinn er jafn kraftmikill og sést hér. Vísir/Birgir Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira