Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna í Airbnb var hátt í fjórfalt meiri en á heilsárshótelum í fyrra. Vísir/Vilhelm Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira