Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 16:35 Búist er við því að niðurstaða úr efnagreiningu OPCW á taugaeitrinu liggi fyrir í næstu viku. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28