Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2018 14:28 Teikning úr dómsal. Peter Madsen snýr baki í teiknarann. Vísir/AFP Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. Með þessu er saksóknari að reyna að sýna fram á að Madsen hafi ráðgert að myrða Wall.Réttarhöldin héldu áfram í dag en fyrir páska reyndi saksóknari að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist meðal annars hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum sem Kim Wall fór sína hinstu för í þann 10. ágúst síðastliðinn.Nær öll vitni í málinu hafa komið fyrir dómara en eftir á að ákveða hvort að fyrrverandi eiginkona Madsen beri vitni auk þess sem að verjandi Madsen hefur farið fram á tölvusérfræðingur frá dönsku lögreglunni sem fór yfir tölvugögn í fórum Madsen svari frekari spurningum. Jakob Buch-Jepsen sækir Peter Madsen til saka.Vísir/AFP Leitaði að „Game of Thrones“ og aftökmyndböndum frá ISIS Það voru þessi tölvugögn sem voru til umfjöllunar megnið af deginum í dag. Fór saksóknari yfir öll þau gögn sem fundust í tölvum Madsen sem embætti hans telur að varði málið. Meðal þess sem fannst voru kynlífsmyndbönd af Madsen með konum.Þá fundust einnig myndbönd þar sem sjá má konur vera brenndar en alls fundust fjöldi myndbanda og mynda þar sem verið sjá má einhvers konar misþyrmingu á konum. Saksóknari lagði einnig fram leitir úr leitarvélinni Google sem Madsen er sagður hafa framkvæmt.Kom fram að allt frá árinu 2010 hafi Madsen leitað að klámfengnu efni sem og efni þar sem sjá má verið að taka konur af lífi. Gögn saksóknara voru mjög nákvæm en fyrir dómi kom fram að Madsen hafði meðal annars leitað að orðunum „Game of Thrones,“ „Gyldendals Boldklub“ og „Cute Cats“ svo dæmi séu tekin.Kom einnig fram að 26. júlí, um tveimur vikum áður en Wall lét lífið, leitaði Madsen að aftökumyndböndum frá ISIS sem og öðrum aftökumyndböndum. Daginn áður en Wall og Madsen héldu út um borð í kafbáti Madsen framkvæmdi hann Google-leitir með orðunum „girl“ „pain“ og „háls“ eða „stúlka“, „sársauki“, og „háls“. Kim Wall var sænskur blaðamaður í blóma lífsins.Vísir/AFP Verjandi Madsen segir að leit sé ekki það sama og heimsókn á vefsíðu Sagði saksóknari einnig að þann 27. júlí hafi Madsen leitað ítrekað að orðinu „álpípa“ á Google.„Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á þessu er að pípa var bundin við Kim Wall,“ sagði Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, lét ítrekað í sér heyra á meðan Jepsen þuldi upp Google-leitir Madsen. Minnti Engmark dómara á að þó að Madsen hafi leitað að tilteknum orðum þýði það ekki endilega að Madsen hafi heimsótt vefsíðurnar sem leitirnar hafi skilað.Sagði hún einnig að ekki væri víst að Madsen hafði horft á þau myndbönd sem saksóknari minntist á fyrir dómi í dag, jafnvel þó að þau hafi verið opnuð. Ekki væri samasemmerki þarna á milli.Hefur Engmark sem fyrr segir krafist þess að fá að spyrja sérfræðinginn sem fór yfir tölvur Madsen út í vinnu hans, meðal annars til þess að sjá hvort að hægt sé að fá úr því skorið hvort að Madsen hafi raunverulega skoðað það sem hann leitaði að.Réttarhöldin halda áfram á morgun. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. Með þessu er saksóknari að reyna að sýna fram á að Madsen hafi ráðgert að myrða Wall.Réttarhöldin héldu áfram í dag en fyrir páska reyndi saksóknari að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist meðal annars hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum sem Kim Wall fór sína hinstu för í þann 10. ágúst síðastliðinn.Nær öll vitni í málinu hafa komið fyrir dómara en eftir á að ákveða hvort að fyrrverandi eiginkona Madsen beri vitni auk þess sem að verjandi Madsen hefur farið fram á tölvusérfræðingur frá dönsku lögreglunni sem fór yfir tölvugögn í fórum Madsen svari frekari spurningum. Jakob Buch-Jepsen sækir Peter Madsen til saka.Vísir/AFP Leitaði að „Game of Thrones“ og aftökmyndböndum frá ISIS Það voru þessi tölvugögn sem voru til umfjöllunar megnið af deginum í dag. Fór saksóknari yfir öll þau gögn sem fundust í tölvum Madsen sem embætti hans telur að varði málið. Meðal þess sem fannst voru kynlífsmyndbönd af Madsen með konum.Þá fundust einnig myndbönd þar sem sjá má konur vera brenndar en alls fundust fjöldi myndbanda og mynda þar sem verið sjá má einhvers konar misþyrmingu á konum. Saksóknari lagði einnig fram leitir úr leitarvélinni Google sem Madsen er sagður hafa framkvæmt.Kom fram að allt frá árinu 2010 hafi Madsen leitað að klámfengnu efni sem og efni þar sem sjá má verið að taka konur af lífi. Gögn saksóknara voru mjög nákvæm en fyrir dómi kom fram að Madsen hafði meðal annars leitað að orðunum „Game of Thrones,“ „Gyldendals Boldklub“ og „Cute Cats“ svo dæmi séu tekin.Kom einnig fram að 26. júlí, um tveimur vikum áður en Wall lét lífið, leitaði Madsen að aftökumyndböndum frá ISIS sem og öðrum aftökumyndböndum. Daginn áður en Wall og Madsen héldu út um borð í kafbáti Madsen framkvæmdi hann Google-leitir með orðunum „girl“ „pain“ og „háls“ eða „stúlka“, „sársauki“, og „háls“. Kim Wall var sænskur blaðamaður í blóma lífsins.Vísir/AFP Verjandi Madsen segir að leit sé ekki það sama og heimsókn á vefsíðu Sagði saksóknari einnig að þann 27. júlí hafi Madsen leitað ítrekað að orðinu „álpípa“ á Google.„Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á þessu er að pípa var bundin við Kim Wall,“ sagði Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, lét ítrekað í sér heyra á meðan Jepsen þuldi upp Google-leitir Madsen. Minnti Engmark dómara á að þó að Madsen hafi leitað að tilteknum orðum þýði það ekki endilega að Madsen hafi heimsótt vefsíðurnar sem leitirnar hafi skilað.Sagði hún einnig að ekki væri víst að Madsen hafði horft á þau myndbönd sem saksóknari minntist á fyrir dómi í dag, jafnvel þó að þau hafi verið opnuð. Ekki væri samasemmerki þarna á milli.Hefur Engmark sem fyrr segir krafist þess að fá að spyrja sérfræðinginn sem fór yfir tölvur Madsen út í vinnu hans, meðal annars til þess að sjá hvort að hægt sé að fá úr því skorið hvort að Madsen hafi raunverulega skoðað það sem hann leitaði að.Réttarhöldin halda áfram á morgun.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12