Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:50 Nasim Aghdam sagði myndbandavefsíðuna hafa ritskoðað sig. NASIM AGHDAM Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23