Áverkar á líki mannsins sem leiddu hann til dauða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 13:14 Frá vettvangi á laugardag. Vísir/Magnús Hlynur Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki manns sem fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars síðastliðnum sýnir að áverkar eru á líkinu sem leitt hafa hann til dauða. Bróðir hins látna, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, er grunaður um manndráp. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er rannsókn málsins umfangsmikil og unnin í samvinnu lögreglunnar á Suðurlandi, tæknideildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins og og réttarmeinafræðings Landspítala háskólasjúkrahúss. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um stöðu málsins eða rannsókn þess að svo stöddu að því er segir í tilkynningu lögreglu. Bróðir mannsins, ábúandi á Gýgjarhóli II, tilkynnti um lát hans á laugardagsmorgun. Hann var handtekinn ásamt öðrum bróður sem einnig var staddur á bænum. Á laugardagskvöld var þeim bróður svo sleppt en ábúandinn að Gýgjarhóli II úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. apríl á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Var því lýst yfir þegar Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurðinn að hinn grunaði myndi kæra niðurstöðuna til Landsréttar en að sögn Odds er ekki komin niðurstaða í málið á því dómstigi. Aðspurður hvort að hann hafi játað að hafa veist að bróður sínum kveðst Oddur ekki vilja fara út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslum.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ummerki um átök á bænum þar sem maður lést Maðurinn sem lést og tveir menn sem bíða nú skýrslutöku hjá lögreglu eru bræður. 31. mars 2018 16:30 Dánarorsök liggur ekki fyrir Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi í tengslum við andlát manns á sveitabæ í Biskupstungum í morgun. Krufning fer fram á þriðjudaginn. 31. mars 2018 19:30 Tveir í haldi lögreglu vegna mannsláts í Árnessýslu Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi við rannsókn málsins. 31. mars 2018 11:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki manns sem fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars síðastliðnum sýnir að áverkar eru á líkinu sem leitt hafa hann til dauða. Bróðir hins látna, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, er grunaður um manndráp. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er rannsókn málsins umfangsmikil og unnin í samvinnu lögreglunnar á Suðurlandi, tæknideildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins og og réttarmeinafræðings Landspítala háskólasjúkrahúss. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um stöðu málsins eða rannsókn þess að svo stöddu að því er segir í tilkynningu lögreglu. Bróðir mannsins, ábúandi á Gýgjarhóli II, tilkynnti um lát hans á laugardagsmorgun. Hann var handtekinn ásamt öðrum bróður sem einnig var staddur á bænum. Á laugardagskvöld var þeim bróður svo sleppt en ábúandinn að Gýgjarhóli II úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. apríl á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Var því lýst yfir þegar Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurðinn að hinn grunaði myndi kæra niðurstöðuna til Landsréttar en að sögn Odds er ekki komin niðurstaða í málið á því dómstigi. Aðspurður hvort að hann hafi játað að hafa veist að bróður sínum kveðst Oddur ekki vilja fara út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ummerki um átök á bænum þar sem maður lést Maðurinn sem lést og tveir menn sem bíða nú skýrslutöku hjá lögreglu eru bræður. 31. mars 2018 16:30 Dánarorsök liggur ekki fyrir Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi í tengslum við andlát manns á sveitabæ í Biskupstungum í morgun. Krufning fer fram á þriðjudaginn. 31. mars 2018 19:30 Tveir í haldi lögreglu vegna mannsláts í Árnessýslu Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi við rannsókn málsins. 31. mars 2018 11:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Ummerki um átök á bænum þar sem maður lést Maðurinn sem lést og tveir menn sem bíða nú skýrslutöku hjá lögreglu eru bræður. 31. mars 2018 16:30
Dánarorsök liggur ekki fyrir Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi í tengslum við andlát manns á sveitabæ í Biskupstungum í morgun. Krufning fer fram á þriðjudaginn. 31. mars 2018 19:30
Tveir í haldi lögreglu vegna mannsláts í Árnessýslu Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi við rannsókn málsins. 31. mars 2018 11:37