Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 06:00 Ferðaþjónustan veltir milljörðum, jafnt opinberlega sem og í svarta hagkerfinu. Vísir/Anton Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Það færist í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður, fái greiðslur fyrir gistingu og aðra þjónustu greiddar inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. „Já, við höfum auðvitað séð þetta,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hún segir engan vafa leika á skattskyldunni. Sé varan eða þjónustan nýtt hér á landi, þá er hún virðisaukaskattskyld. „Fólk er að nota erlendar bókunarsíður, það er að taka við greiðslum inn á Paypal-reikninga og inn á erlenda bankareikninga,“ segir Guðrún. Hún segir þetta ekki eingöngu tengjast bókunarsíðum heldur séu einnig dæmi um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Aðspurð segir Guðrún að málum af þessum toga hafi verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri„Við höfum vísað málum af þessum toga til þeirra sem við teljum að séu þess eðlis að þau eigi að sæta skattrannsókn og mögulega fara í refsimeðferð og gerum það með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem við teljum að hafi verið skotið undan með þessum hætti.“ Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri staðfestir að mál af þessum toga hafi komið á hennar borð. Hún segist þó ekki treysta sér til að segja til um hversu útbreitt þetta sé en vissulega geri það skattayfirvöldum í mörgum tilvikum erfiðara fyrir þegar jafnvel hvorki skráningin né tekjurnar komi nokkurn tímann til landsins. Guðrún segir að undanfarin tvö ár hafi eftirlit Ríkisskattstjóra einkum beinst að því að skoða þá sem keypt hafi posa sem bjóða upp á þetta og nálgast fjármunina eftir öðrum leiðum en með greiðslukorti, til dæmis með millifærslum af erlendum reikningum yfir á íslenska reikninga. Hún segir eftirlitið erfiðara í þeim tilvikum sem erlend greiðslukort eru notuð því þá þurfi haldbetri upplýsingar um viðkomandi. „En við notum öll þau tæki sem við höfum,“ segir Guðrún og nefnir tvísköttunarsamninga og upplýsingaskiptasamninga við skattayfirvöld í öðrum ríkjum
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45