Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 16:30 Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. Vísir/AFP Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira